canEdit = new Array();


fimmtudagur, júlí 21, 2005

Fyrir þá sem ekkert vita um strákana.

Þá heita þeir Jón og Siggi og eru á leið í langt ferðalag þann 15. ágúst. Þeir hafa smá reynslu af bakpoka brannsanum en þeir ferðuðust einmitt um austur-evrópu sumarið 2003 með jörfabræðrunum Hafsteini og Steinþóri. Sú ferð kveikti einhvern neista í hjörtum okkar, það var einhver ólýsanleg tilfinning sem maður fann, segir Jón og Siggi dæsir. Jón heldur áfram og reynir að lýsa neistanum sem hann fann að kviknaði innra með honum fyrir tveim árum, það var eitthvað svo rosalega magnað við þetta mikla frelsi, það að vakna á hverjum morgni og spurja sig í hvaða landi verð ég á morgun, verð ég hér eða þar?

Við heyrum að Siggi dæsir aftur og vill aðeins fá að leiðrétta félaga sinn sem virðist vera búinn að tapa sér svolítið í rómantískum hugsunum um líf ferðalangsins. Það er alls engin dans á rósum að eiga engan samastað, að þurfa að redda sér gistingu hvert einasta kvöld, finna sér eitthvað ætilegt að borða og svo framvegis, þetta tekur á. Siggi heldur áfram, en þrátt fyrir erfiðar nætur, vondar lestarferðir og matareitranir með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir líkama og sál, þá eru það oft mestu erfiðleikarnir sem verða minnistæðastir. Ég tek þó undir með honum Jóni að vissulega er maður að leita eftir þessari góðu tilfinningu sem felst í því að flakka um heiminn. Fyrir tveimur árum tókum má segja að við höfum tekið stutt demó en núna verður þetta upp á líf of dauða eins og Lollan myndi segja, segir Siggi og brosir glettnislega.

Sumir spyrja spurninga eins og hversu lengi ætla þeir að vera? Strákarnir virðast ekki hafa eina einustu hugmynd um það hvenær þeir komi til baka enda finnst þeim það vera aukaatriði. Við ætlum okkur ekkert að vera að velta okkur upp úr tímanum enda er hann afstæður segir Jón spekingslegur á svip, en Siggi hristir hausinn fer að hlæja þar til Jón þagnar skömmustulega. Þetta er allt spurning um það hvernig okkur tekst til, segir Siggi og virðist sáttur, hversu lengi peningurinn okkar endist og í rauninni bara hversu vel við náum að feta okkur í hinum stóra heimi. En eruð þið með eitthvað fastmótað ferðaplan strákar? Nei það má segja að við munum leika þetta allt saman af fingrum fram en til að byrja með er líklegast að við ferðumst frá Danmörku til Finnlands, þaðan til Rússlands og svo með Síberíu hraðlestinni alla leið til Peking. ........tralalalala.....Allt getur gert og eflaust gerist það flest.....tralalala...... syngur Jón á falskan og bjánalegan hátt þar til að Siggi segir honum að steinþegja, Jón þagnar og við sjáum tárin renna niður kinnar hans.

Þannig að það er greinilegt að strákarnir eiga stórt ævintýri fyrir höndum og við óskum þeim þessvegna alls hins besta í hinum stóra heimi. Við vonumst líka til þess að þeir skrifi eitthvað fallegt á þessa síðu og sendi inn myndir úr ferðinni. Er það eitthvað sem þið viljið segja að lokum strákar? Já það er eitt atriði sem er kannski það veigamesta við þessa ferð okkar. Hvar er Osama? Er hann ekki einmitt þarna einhversstaðar fyrir austan? Er það pæling?


Skrifað klukkan 10:49 |

***


JÖRFI
Einar
Haffi
Jón Brynjar
Raggi
Steinþór
Valli

FERÐASÍÐUR
Lonely planet
Bakpokinn
Kirkjan

MYNDIR
Pictures

OKKAR BLOGG
Jón Bjarki
Siggi

FORTÍÐIN
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006