þriðjudagur, ágúst 16, 2005
Ágætis byrjunJæja þá erum við komnir til Danmerkur sem er fyrsti áfangastaðurinn.
Við lenntum um hálf níu leytið í gær og það fyrsta sem við gerðum var að læsa töskur okkar inni á lestarstöðinni svo við gætum skoðað okkur um án þess að þurfa að bera þær um allt. Á lestarstöðinni kynntumst við gaur frá Los Angeles sem heitir Brian, við buðum honum að koma með okkur á fyllerí þar sem hann var að bíða eftir lest sem hann var að fara að taka um morguninn og þar sem við höfðum enga gistingu að þá þurftum við að eyða tímanum á flakki um borgina.
Því fórum við á stað um 10 leytið og rölltum niður í bæ í leit að einhverju ævintýri með nýja vini okkar Brian. Við vorum ekki lengi að finna tvo Íslendinga sem maður kannaðist við og fórum við með þeim í einhvern "almenningsgarð" þar sem fullt af fólki sat saman í hring í kringum bál og sötraði á bjór. Þegar við vorum sestir niður þar þá tekur Brian vinur okkar fram ferða DVD spilara og byrjar að spila fyrir okkur íslenska tónlist sem hann sagðist hlusta mikið á og auðvitað fengum við að heyra fagra tóna Sigur Rósar og auðvitað vakti það mikla ánægju hjá okkur og byrjuðu langar og miklar samræður á milli okkar um tónlist og þá aðallega íslenska. Það vildi þó svo skemmtilega til að ég var með i-podinn á mér og gat ég því kynnt honum fyrir heilan helling af íslenskri tónlist. Því má segja að Mugison og Bang Gang séu að fara að selja eina fleiri plötu.
Við þennan bálköst kynntumst við einnig finnskum gaur sem er að hjóla frá Finnlandi til Þýskalands, það var leiðinlegt að tala við hann þar sem hann var hrikalegur í ensku og sletti því bara endarlaust af finnskum orðum inn á milli.
Eftir það rölltum við bara um alla kaupmannahöfn og enduðum um á lestarstöðinni um 4 leytið þar sem við lögðumst á bekki og sváfum til sex um morguninn eða þar til ég vaknaði og rauk af stað til að kaupa lestarmiða til Horsens.
Núna erum við komnir til Horsens til Danna og Þóru systir hans Jóns Bjarka og var vel tekið á móti okkur hér og munum við vera hér fram á fimmtudag og fara þaðan til Aarhus.
Hér er svo linkur á fyrstu myndirnar okkar, ekki margar en þó einhverjar.
Skrifað klukkan 10:42 |
***