mánudagur, ágúst 29, 2005
Neo anarkismi.
Spanverjinn sem hefur verid med okkur a herbergi seinustu tvaer naetur hefur vakid athygli okkar. Hann er 26 ara, a leid i arkitekta nam eftir ferdalagid sitt. Hann hefur greinilega paelt mikid og ferdast ut um allt, og tessvegna hefur verid afar gaman ad hlusta a hann. Eftir umraedur um hitt og tetta ta raeddum vid framtidarplon og hvad vaeri snidugt ad gera vid lif sitt. Spanverjinn nefndi kvikmyndirnar American Beauty og Fight Club sem daemi, tar sjaum vid god daemi um menn sem hofdu gert hvad sem teir gatu til ad odlast frama i starfi. Stadreyndin virdist vera su ad tegar vid naum virdingunni og abyrgdinni sem vid leitudumst alltaf eftir ta var tad alls ekki tess virdi. Hann vildi ta meina tad ad tad vaeri kannski bara best ad vinna 8 tima a Mc donalds a dag og leika ser eftir tad, gefa skit i lifsgaedakapphlaupid og vera laus vid alla abyrgd i vinnu, laus vid allar ahyggjur. Paelingin er su ad lata ekki vinnuna eta personuleikann upp, lata vinnuna ekki eiga of mikid i ter sjalfum. tetta er ahugaverd paeling allavega, paelid i henni. Spanverjinn var afar merkilegur madur sem var fullurn af visku og gullmolum.
I gaer hittum vid loksins Petur. Hann er islendingur sem hefur buid her i St. Petursborg nuna i 10 ar. Fyrir ta sem tekkja til ta er hann pabbi Solveigar, flugkonu og aevintyra manneskju med meiru. Hann keyrdi med okkur ut um alla borg, syndi okkur allt tad sem vid attum eftir ad sja og sagdi okkur tad sem skipti mali vardandi borgina. Tad var verulega gaman ad fa hans perspective, heyra allar sogurnar og sja svona margt. Vid forum a minningar stad tar sem 900 daga umsatrinu um Leningrad i seinni heimstyrjoldinni er minnst, tad var mjog sterkt. Forum lika til Peterhoff sem er risastor gardur med fallegum kastala sem var byggdur i teim tilgangi ad vera fallegri en Versalir. Eftir tetta og meira ta skelltum vid okkur a Svanavatnid eftir Tchaikovsky i Mikhilovsky leikhusinu, tad var gridarlega magnad. Vid tokkum Petri aftur fyrir allt saman.
Nuna fer veru okkar her i Sankti ad ljuka. Tessi borg hefur verid gluggi okkar ad Russlandi, vid hofum kynnst orlitlum hluta af tessari borg og folkinu sem byr her. Vid vitum to ad til tess ad kynnast hinu sanna Russlandi ta turfum vid ad komast hedan og inn i landid. I kvold munum vid leggja af stad til Moskvu, staerstu borgar evropu, en tar bua um 12 milljonir ibua. Tadan munum vid fara til Ekateringburg eda Katrinarborgar. Tadan munum vid svo reyna ad komast i minni torp og baei til ad sja lif hins typiska Russa, ef hann er ta til.
I tessum toludu er Siggi ad daela myndum inn a heimasiduna tannig ad tad aetti ad vera haegt ad skoda tad allt saman rett bradum. Njotidi alls tess sem gud hefur gefid ykkur og veridi blessud. Jon Bjarki Magnusson kvedur fra St. petursborg, Russlandi.
Skrifað klukkan 07:06 |
***