föstudagur, september 23, 2005
Endar alheimsins.
Vid vorum a leid ut af hostelinu okkar her i Ulaan Baator, Siggi, Jon og Jonny. Planid var ad kikja a ferdaskrifstofu og athuga med einhverskonar ferd til Goby eydimerkurinnar. Jonny opnar hurdina og uti sitja vinalegir strakar, bandarisku tviburarnir Frasier og Andrew. Teir eru ad leita ad ferdafelogum, rett eins og vid. Malid er ad vid hofdum ekki alveg somu hugmyndirnar um ferd, teir vildu nordur i afskekkt fjallatorp en vid vorum ad paela i Goby. En tegar vid hugsudum ut i tad ta attudum vid okkur a tvi ad tad vaeri minnsta malid ad gera hvoru tveggja. Tannig ad stadan er nakvaemlega tessi, 21 dags ferdalag um alla Mongoliu, leigjum jeppa med bilstjora, tulk og adstodarmann, sem mun adstoda okkur alla leidina.
Vid munum leggja af stad a Sunnudag nidur ad Goby, stoppa a leidinni og gista hja Hirdingjum i Gerum (Mongolsk hirdingjatjold). Tad eru engir vegir i tessu landi tannig ad vid ferdumst um a gomlum russneskum jeppa sem virkar vel a tessum slodum. Seinni helming ferdarinnar munum vid turfa ad rida i trja daga til ad komast ad svaedi sem kallast Darkhead Depression i nordur Mongoliu. Tar munum vid hitta folk sem er kallad Tsaatar, tad er mjog einangrad og sem daemi ma nefna ta koma adeins einn ferdalangur tangad a seinasta ari. A morgun verdur svo farid a svarta markadinn og keypt vetrarfot fyrir kuldann i Mongoliu, litlar gjafir til ad gefa folki i sveitunum og sitt litid af hverju sem gott gaeti verid ad hafa med ser i slikri aevintyrafor.
Af okkur er to ymislegt annad ad fretta, hlutir sem hafa nu tegar att ser stad, vid skulum vinda okkur i tad allra helsta. I Irkutsk hittum vid mikid af godu folki. Marvin og Tanya, tyskt par sem hefur ferdast um heiminn i meira en tvo ar, unnid baedi i Astraliu og a Nyja Sjalandi. Glenn, 38 ara breti sem er ad ferdast einn um Russland. Og Jonny audvitad sem aetlar nu med okkur i leidangur um Mongoliu. Vid vildum oll komast ad Baikal vatni, tannig ad vid forum oll saman i litid 1500 manna torp sem kallast Lystvianka. Tar gistum vid i litlu sibersku tre husi, forum i russneskt Banya (einhverskonar gufubad) og atum mikid af reyktum Omul, en Omull er fiskur sem finnst adeins i Baikalvatni.
Taer hetu Galena og Nastya, stelpurnar sem unnu a ferdaskrifstofunni. Taer voru gridarlega hressar og katar russneskar stelpur sem vildu allt fyrir okkur gera. Taer bjuggu i sama husi og vid. Allur hopurinn nadi gridarlega vel saman, vid heldum veislu hvert einasta kvold, spjolludum og fifludumst, tetta voru fullkomnir fjorir dagar. Jon synti ad sjalfsogdu i vatninu, tad a samkvaemt hjatrunni ad gefa honum 25 auka ar. Tad besta vid tennan hop var einfaldlega hvad allir nadu vel saman strax a fyrsta degi, hlutirnir voru bara natturulegir, engin syndarmennska, allt gat gerst og allt gerdist. Fyrirtaekid Sibirska "chocolate girls" vard til, Galena og Nastya fengu einkarett a "dansandi islendingnum", en taer vonast til ad geta notad hugmyndina i ferdageiranum vid vatnid. Tad er kannski erfitt ad utskyra tilfinninguna en til ad utskyra tetta a einhvern hatt ta var tetta, rett folk a rettum tima a rettum stad og med retta vidhorfid, er tad ekki fullkomid?
Lestin til Mongoliu var leidinleg a koflum en to ma segja ad stundum hafi birt til inna milli. Leidindin voru to adallega tau ad turfa ad bida a landamaerunum i einhverja 9 klukkutima, hanga i skitabae og rolta um. To er gaman ad segja fra tvi ad i lestinni hittum vid Enkhbold Tumur sem er raduneytisstjori i domsmalaraduneyti Mongoliu. I fyrstu var hann hress og ljufur politikus en tegar leid a ta vard hann erfidur og drukkinn Mongoli. Hann sagdi okkur to fra tvi ad hann vaeri vinur hans Gudna Agustssonar, hann hitti hann vist i opinberri heimsokn Gudna til Mongoliu a seinasta ari. Hann vildi koma tvi serstaklega a framfaeri vid Gudna sjalfan ad hann hefdi skemmt ser vel med honum, og hann vildi enn og aftur takka fyrir islenska Brennivinid sem Gudni faerdi honum.
I lestinni hittum vid lika nokkra Ira, Flago fra Argentinu og Lisu og Juliu fra Berlin. I klefa okkar attum vid langar samraedur um ymislegt sem tengist ferdalogum a fjarlaegar slodir. Okkur fannst sem vid vaerum komin a enda alheimsins, tad einkennilega var ad fyrir Flago, ta var landid okkar, Island, endi alheimsins. Svona getur tetta nu verid skritid, mismunandi vidhorf folks eftir tvi hvadan tad kemur. Eftir langa bid a landamaerunum logdum vid aftur af stad og allt gekk eins og i sogu. Nuna hofum vid rett einn og halfan solahring til ad undirbua tessa fraegdarfor okkar, vonandi naum vid ad gera allt.
Tad er otrulegt ad hitta folk eina minutuna, og ta naestu ertu buinn ad skipuleggja eitthvad sem hefdi adur fyrr adeins hljomad sem fjarstaedukenndur og bjanalegur draumur. Vid komnir alla leid fra einum enda alheimsins, a leid uti algjora ovissu med folki sem vid hittum fyrir 3 klukkutimum. Tad er hreint ut sagt otrulegt ad vera staddur her i Ulaan Baator tessa stundina. Ad vera staddur i Mongoliu, kominn fra einum enda tessa heims og yfir i hinn.
Komdu nu okkar kaera Mongolia, stigdu med okkur lettan dans, vid erum tilbunir.
Skrifað klukkan 01:13 |
***
sunnudagur, september 18, 2005
Blaa augadEg nenni ekkert ad gera tetta flokid, er a internetkaffi i Irkutsk og a ekki mikinn tima eftir tannig ad tetta verdur stutt blogg svona adeins til ad lata vita af okkur.
Svo eg haldi afram tar sem fra var horfid ad ta forum vid daginn eftir sidustu bloggfaerslu til smabaejarins Irkutsk sem er ca 50 km fra Baikalvatni og gistum vid tar i tvaer naetur a litlu hosteli. Vid(eg) vorum komnir med sma leid a tvi ad lifa eins og Russar t.e.a.s ferdast um um Siberiu gistandi a hotelum og fylleri med heimamonnum oll kvold. Nu var komin timi til ad hitta adra ferdalanga.
Tegar komid var a hostelid i Irkutsk, ta hittum vid tar Israela ad nafni Gil og Breta ad nafni Paul teir voru a leid fra Asiu og til Russlands ofuga leid a vid okkur svo vid endudum i nokkud longu spjalli vid ta, skiptumst a sogum og upplysingum, bara tetta venjulega. Ja og fengum heimbod fra Gil i Tel Aviv. Tvi naest kynntumst vid tysku pari sem var a leidinni i litinn bae vid baikalvatn sem heitir Listvyanka og akvadum vid ad skella okkur i for med teim tar sem vid hofdum paelt mikid i tvi ad fara tangad og ekki skemmir fyrir ad fara tangad med fleirum.
Sidustu 3 naetur erum vid bunir ad gista i tessum litla bae tar sem oll hus eru ur timbri med gelltandi hund i hverjum gardi, reyktur fiksur a hverju gotuhorni og audvitad Banya.
Tvi midur en ta er timinn minn ad verda buinn, er a hradferd aftur til Listvyanka er i sma erindargjordum her i Irkutsk, en vid munum koma med almennilegt blogg i Ulaan Baator eftir nokkra daga, en vid munum fara tangad a morgun med nyja ferdafelaganum okkar honum Johnny fra London, en hann aetler ad ferdast med okkur i Mongolia og alla leid til Peking, frabaer gaur...
Gud blessi ykkur oll
Kvedja Siggi eda Boris eins og Russarnir kalla mig
Skrifað klukkan 20:29 |
***
sunnudagur, september 11, 2005
POCCNALoksins, loksins erum vid komnir inn i svortustu Siberiu. Novosibirsk, 2 milljona manna hofudborg tessa gridarlega stora landsvaedis. Eftir 24ja klukkstunda lestarferd ta endudum vid her, klukkan var 11.00 og vid vissum ekki neitt um tennan stad. Vid vissum ekkert um gistingu, tannig ad vid tekkudum hvort tad vaeri mogulegt ad gista a lestarstodinni. Og nuna erum vid ibuar i staerstu lestarstod Siberiu, sem hefur uppa ad bjoda bestu sturtur sem kostur er a. Ummmm taer eru svo godar ad tid gaetud aldrei ymindad ykkur.
Einhverntiman hefdum vid haldid ad her vaeri adeins ad finna frosna jord, mafiugangstera, siberiutigra a vappi um goturnar, illa drukkna og tunglynda russa i leit ad skjotfengnum groda ur vosum vestraenna ferdamanna. En, nei og aftur nei tad sem vid hofum kynnst ur tessum borgum, Ekaterinburg, Tobolsk og Novosibirsk er eitthvad allt annad og svo miklu miklu betra.
1. kafli. Leyniklubburinn og gjafirnar trjar.Fyrsti dagurinn okkar i Sverdlovsk, tid tekkid borgina kannski undir nafninu Ekaterinburg, tad fer eftir tvi hvernig og hvada folk tu raedir vid, Sverdlovsk fyrir ta ihaldssomu en Ekaterinburg fyrir ta sem tra nytt Russland. Tessi dagur byrjadi rolega, internetkaffi, budarrap og i lokin atti ad taka klassiskt tafl a russnesku kaffishusi, rett eins og Grafarvogs-jorfa strakar gera a Goldinni a erfidum manudegi. Trir leikir, kaffihusid lokar og islensku strakarnir a leid heim.
"hey, you speak english" Jon Bjarki kallar a eftir tremur russneskum krokkum. Okkur til allrar hamingju ta tala tveir teirra ensku, stelpan skilur ekki neitt. Eftir sma rolt og skemmtilegar samraedur vid "war journalistann" Alex hofdum vid heyrt mjog ahugaverdar sogur. Alex var i Teteniju arid 2001, tar var hann skotinn trisvar sinnum, hann syndi okkur skotsarin sem hann kalladi gjafirnar trjar. Vid spurdum afhverju hann kalladi tetta gjafir, svarid var, "tetta vakti mig til lifsins, nuna fyrst veit eg hvad lifid er dyrmaett." Vid togdum, attum erfitt med ad koma upp ordi, vid tveir sem enga likamlega tjaningu tekkjum, med tessum manni sem leit a skot leyniskyttu sem skot fra gudi sjalfum, til tess ad vekja hann til lifsins.
Vid hittum vini teirra Alex, Shtyk og Anyu og raeddum vid ta um Island, tonlist og Russland dagsins i dag. Roman Abrahamovitch, teim likadi ekkert serlega vel vid hann en hey hvad er haegt ad gera, hann spiladi eftir reglum Russneska kerfisins. Alveg eins og kvotakerfid ta spila menn eftir reglum sem stjornvold setja, hvad sem okkur hinum finnst svo um rettlaeti tess kerfis, politik er skitur.
Eftir Sigurros, Sufjan Stevens, Rapture, Interpol og allt tad ta sagdi Mitja, "tetta er tonlist frelsisins" hann hafdi aldrei heyrt i Sufjan adur, hann fylltist einhverskonar frelsis tra, "Vid hofum ekki svona tonlist i Russlandi" Vid vorum alls ekki vissir hvort vid aettum ad trua honum. Russnesk stjornvold eru vist ekkert of hrifin af alternative tonlist, tannig er tad bara. Eftir tonlistar umraedur ta baud Mitja okkur ad koma med ser heim i Ural torpid sitt, vid aetludum ad reyna ef Jon kaemist a rettum tima til laeknis.
Alex, Shtyk og Anya foru med okkur a leyniklubbinn, vid vissum ekkert hvar hann var, vid forum i baksund i eitthvad skitahverfi og loks vorum vid komin med okkar nyju vinum. Tad tok Alex 20 minutna samraedur ad sannfaera eigandann um tad ad vid vaerum islenskir studentar i Russlandi, vandinn var sa ad eigandinn vildi enga utlendinga, en Alex reddadi tvi. Leyniklubburinn var ferskur, ekki ferskur eins og Prikid eda Kaffibarinn heldur ferskur eins og Palace, en vid komumst to i VIP herbergid og donsudum med vinum okkar og vinum teirra, Russland er surrealiskt. Vid hittum tau tvi midur ekki aftur, Jon turfti ad fara til laeknis og vid nadum ekki i tau i sima, vid tokkum teim to a tessari islensku heimasidu fyrir tad ad syna okkur inn i sina verold i Sverdlovsk.
2. kafli. Endurfundir.Timon og Ursa hetu tau. Jon Bjarki hafdi hitt tau i St. Petursborg, gott folk a leid i Siberiuhradlestina. Klukkan er 16.00, Jon og Siggi svafu yfir sig enn og aftur, Jon vaknar, kallar, "Siggi, spitalinn" og vid leggjum af stad, reynum ad finna ferdalanga upplysingar svo ad Jon geti fundid spitala tar sem laeknirinn talar ensku. A skrifstofunni er Jon ad raeda vid upplysingafulltruann, hann skrifar a blad tad sem laeknirinn tarf ad heyra, a medan ta ser Siggi i skottid a einhverjum sem hann kannast vid. Jon segir loks, jaeja eigum vid ad koma okkur, spitalinn er ad loka, vid verdum ad fara tangad a morgun. Siggi er ekki alveg viss en hann bidur Jon um ad bida, "eg held ad vinur tinn fra Sloveniu, sa sem tu hittir i St. Petursborg se herna."
Jon hlaer, hvada vitleysa, tad getur ekki verid. En tid lasud titilinn, otarfi ad lengja faersuna, Timon og Ursa fra Sloveniu, voru maett a svaedid, a sama tima og a sama stad. Fagnadarfundir, gaman ad hitta gott folk aftur. Il Natno, pizzastadur sem faer eldsmidjuna til ad vokna. Islendingarnir tveir og Sloveniu vinirnir okkar fa ser pizzu, lasagna og bjor. Sogur flakka a milli, Vid segjum, "you know Iceland is a really expensive country", tau segja, "We know that you have been in Slovenia, but if you come back, call us". Tid vitid, samraedur um allt og ekkert, tad var svo gott. Mikid hlegid, taegilegt. Ursa, stelpan fra Sloveniu vildi sja okkur dansa, "Slovenskir strakar dansa ekki" vid, miklar dansmaskinur, forum a klubb med teim og donsum ur okkur vitid, Ursa var agndofa yfir gridarlegum danshaefileikum islendinganna, hvad getum vid sagt?
3. kafli. Tatar Hofdingjar. 200 skref, i hverju einasta skrefi hugsara um lif eda dauda, tetta er Tobolsk. Baer sem samkvaemt opinberum tolum, telur yfir 100.000 manns en samkvaemt islenskum likindareikningi telur ekki meira en 700 manns. Strakarnir maeta i tennan skritna bae klukkan 08.00, finna ser Hotel sem kostar adeins of mikla peninga en tad er allt i lagi, ein nott i tessum bae og svo fara teir. Vid skulum fa okkur morgunmat, tad reynist erfitt ad raeda vid tjoninn, hann skilur ekki stakt ord, vid treystum tvi ad hann faeri okkur eitthvad ferskt i morgun sarid. Vid verdum sarir, vid fengum sjavararettar hladbord ad haetti Russans, vid erum ekkert of miklir fiskisupu kallar tannig ad maltidin er vonbrigdi. Vid etum to, tad sem okkur bydst.
Seinni part dags eftir godan lur ta erum vid stadradnir i tvi ad finna almennilegan matsolustad, to svo ad gamla Lonely planet bokin segji ad slika stadi se ekki ad finna i Tobolsk. Vid roltum um gamlan bae Tobolsk, tar sem oll hus er gomul timburhus sem eru ad hruni komin. I leit okkar ad aeskilegum mat rekumst vid a mann ad nafni Rinad, hann var frekar fullur med tveggja litra flosku af bjor i hendinni, vid efumst, en i augum tessa manns sjaum vid einhvern glampa af von.
Bank bank bank, eins og verid se ad gefa merki, okkur bregdur, hun kemur til dyra, liklega var hun hissa, hvad eru tessir okunnugu menn ad gera herna, vid vorum ekki vissir, hversvegna vorum vid komnir inn i tetta hus? Vid toludum ensku, sogdum ad vid vaerum fra Islandi, hun Alfia gladdist, baud okkur inn og sagdi okkur ad madurinn hennar vaeri svoldid fullur.
Eftir te drykkju, matarbod og miklar samraedur vid hana Alfiu enskukennara, ta krofdust tau tess ad fylgja okkur aftur til Hotelsins. Tar sem tau toldu tad ekki vera ohaett fyrir okunnuga islendinga ad ganga um troppur daudans (saensku troppurnar?) ad kvoldi til. Tau fylgdu okkur, vid raeddum um lifid og tilveruna, eins og okkur einum er lagid. En tid vitid aldrei hvad tad var erfitt ad kvedja svo yndislegt folk, sem hafdi bodid okkur heim til sin, faett okkur og naerri tvi klaett, bodid okkur gistingu og allt sem tad hafdi, tratt fyrir fataekt sina. Vid kvedjum hofdingjana i Tobolsk med soknudi, ast og gridarlegu takklaeti.
4. kafli. Lestarslysid.Nei roleg, vid erum ekki ad tala um venjulegt lestarslys, bara sma slys a milli menningarheima. Okei, tad ad ferdast i Platzcharty a sina kosti og galla. Kostirnir eru vissulega teir ad tu kynnist ferskum russum sem vilja kynnast ter og tinum bakgrunni, tad er einnig mikill kostur vid Platzcharty ad midinn er helmingi odyrari. Gallinn er smavaegilegur en getur to ordid erfidari en tu bjost i fyrstu vid.
Max(Malu), sa fyrsti sem vid kynntumst i lestinni aftur til Sverdlovsk. Ad leita ad kojunumeri, finna engan sem vill hjalpa og svo kemur Max. Max var greinilega buinn ad fa ser nokkra bjora um nottina, en var svo hjalpsamur ad hann vildi akafur reyna allt til ad hjalpa okkur, tratt fyrir litla ensku kunnattu. Eftir sma samraedur vid Max tar sem Jon nadi ad skylja sogu hans ta komst hann ad tvi ad Max var hermadur, Max hafdi barist i Tetjeniu og hann bar tvo skotsar tess til vitnis. Tratt fyrir ta erfidleika sem hann hafdi gengid i gegnum ta vildi hann bera einhverskonar verndarvaeng yfir okkur.
"Bad boys" Teir sogdu okkur ad drifa okkur yfir i naesta lestarvagn, vid skildum ekki upp ne nidur, Max! eg skil tig ekki! hann talar russnesku og reynir ad nota hendur og likama, vid skiljum ekki. A akvednum timapunkti dregur hann okkur yfir i naesta vagn, hvad er ad gerast? Vid erum staddir i klefa med lestarvordunum, taer vara okkur vid monnum sem eru i okkar vagni. Vid attum okkur, vagninn sem vid erum i er fullur af ofbeldisfullum hermonnum sem aetla ad gera okkur eitthvad illt, vid vitum ekki hvad og afhverju en okkur er sagt ad taka farangurinn og allt dotid okkur yfir i naesta vagn. Naestu tolf klukkustundir eru mjog skritnar. Vid erum laestir inni i tveggja manna klefa, Jon Bjarki les soguna af Pi, Siggi les 11 minutur, af og til spyrja teir hvorn annan, hvad er ad gerast og afhverju?
5. kafli. No problema. Sverdlovsk, ahhhh, god borg, eins og ad vera komin til gomlu godu Reykjavik, vid tekkjum tig a vissan hatt, gamla Sverdlovsk.
-Negla farangri i geymslu.
- Kaupa bjor.
- Finna mat.
- Finna folk.
Vid erum staddir a kjuklingastad i Sverdlovsk, Burkus a ad kaupa trja bita, einhvernveginn naer hann ad kludra tvi, hann kaupir trjar maltidir sem eru 6 bjorar, 15 bitar og 3 storir franskar, allt saman undir 800 isk. A medan kjuklingarnir voru ad steikjast ta hittum vid Locha, 27 ara godur gaur, rafmagnsaguru i Sverdlovsk. Vid bordum saman, veisluna sem Burkurinn pantadi ovart og eftir maltidina ta kynntumst vid "CTU guy" gaur sem er ad berjast vid hrydjuverkamenn i Russlandi. Hann gaf okkur nafnspjaldid sitt og tjadi okkur ad ef vid vaerum i vandraedum ta aettum vid ad sina spjaldid hans. Vid sogdum honum fra vandraedum okkar i lestinni, hann aetladi ad renna tvi i gegnum kerfid, tvi russar vilja ekki ad ferdamenn lenndi i vandraedum utaf slikum gaurum.
Vid forum med Locha a Klubbinn, tad var venjulegt Russneskt Trans, Techno, einhverskonar bla bla party. Jon Bjarki for uppa svid og tok tatt i tannstongla leiknum. Tekar stjornandinn spurdi hann ad einhverju ta svaradi hann bara " Islandia" og Russarnir fognudu gifurlega, Island er vinsaelt her i Russlandi. Daginn eftir forum vid a lestarstodina, Locha hjalpadi okkur ad kaupa mida, og vid logdum af stad i solahringsferd til Novovibirsk. Nuna erum vid a Internet club her i midri Siberiu eins og adur sagdi, tessi borg virdist vera annsi nutimaleg, tannig ad ef tid vitid ekkert um Siberiu ta skulid til bara hafa hljott eda kynnast henni af eigin raun - Siberia er nefnilega annsi fersk.
Tad er eins gott ad tid hafid lesid tessa longu grein okkar, tar sem hun tok okkur 3 og halfan tima. Ef tu sa sem ert ad lesa nuna hefur ekki lesid alla faersluna ta mattu eta tad sem uti fris i nordur Siberiu, og vid erum ad segja ter, Nordur Siberia er bara Tundra, tar sem skiturinn fris adur en hann kemur ut ur ter. Das vidanija.
p.s. Siggi og Jon Bjarki oska Toru og Danna innilega til hamingju med skirnina, audvitad var leidinlegt fyrir brodurinn ad vera ekki vidstaddur, en svona geta draumarnir dregid mann i burtu fra teim sem manni tykir vaenst um. Eg Jon Bjarki gledst med ykkur hedan fra Siberiu, takk fyrir ad senda mer skilabod, mer tykir vaent um tad. Manudirnir munu lida, jordin mun fara sinn hring, a endanum ta kem eg aftur med Sigga i eftirdragi (gomlu ferdalangarnir), vid komum aftur, hittum tig systur mina, Daniel meistara, Elisabetu fraenku og Arnor Eli nyskirdan fraenda minn, Gumma menntor, vid hittumst oll a ny, breytt og betra folk, biblian og allt tad, tid vitid hvad eg meina.......
Skrifað klukkan 09:56 |
***
sunnudagur, september 04, 2005
Ekaterinburg eda Sverdlovsk?
Hvad skal segja um Moskvu? Hun er stor, gifurlega stor, og tar er mikid af folki, mjog mikid af folki. Kannski stundum naestum of mikid af folki fyrir strakana fra litla klakanum i nordri. I nedanjardarlestunum var stundum bara ekki haegt ad hreyfa sig fyrir folki, og tad getur bara verid annsi hreint pirrandi. En ef vid snuum okkur ad minna pirrandi hlutum ta var rauda torgid mognud upplifun, ad standa tar og virda fyrir ser Kremlar murana og St. Basil kirkjuna er eitthvad sem tu kaupir ekki ut i bud, onei! Vid vorum 3 heila daga i Moskvu og a teim tima ta tokum vid batsferd um Moskvu ana, kiktum a sofn og svona reyndum ad upplifa borgina eilitid.
Platzckarty eda Coupe? Tad er spurning sem tu verdur ad svara adur en tu kaupir ter lestarmida. Munurinn er sa ad ef tu kaupir ter Platzckarty klefa i lestunum ta gistiru i eins konar dormi, tu ert ekki i lokudum klefa heldur bara i koju i opnum vagni med hinum Russunum. I Coupe ta ertu hins vegar i 4 manna lokudum klefa og hefur einhverskonar "privacy". Platzcarty er odyrari tannig ad eg og Siggi vorum i tannig kojum fra Sankti til Moskvu. Vid bjuggumst vid einhverju verulega slaemu, tvi ad vinkonur okkar fra Khazakstan sem voru med okkur a Hosteli toludu um ad taer hefdu viljad drepa sig i lestinni.
Vid vildum hins vegar alls ekki drepa okkur tvi ad a moti okkur gisti joga kennari sem var ofur rolegur og godur madur. Hann bjo um kojuna okkar og kalladi Jon Bjarka "my lord". Svo reyndum vid ad gera okkur skiljanlega og hann sagdi okkur fra joga radstefnu i Russlandi sem hann vaeri ad fara a, hann bad okkur um ad koma med ser. Vid hugsudum malid en saum okkur ekki faert ad breyta lestarmidunum til Ekaterinburg.
Vid logdum af stad fra Moskvu klukkan 23.29 ad stadartima. Vid hofdum keypt okkur Coupe mida fyrir tessa ferd tar sem ad hun aetti eftir ad taka 26 tima. Tegar vid komum i klefann ta gerdum vid okkur grein fyrir tvi ad ferdafelagar okkur vaeru tvo midaldra hjon. Vid toldum audvitad ad vid vaerum daudadaemdir med teim naestu 26 klukkustundirnar tannig ad vid satum baara uppi i kojunum okkur og hvisludumst a.
Tad leid to ekki a longu tar til tau budu okkur ad setjast nidur, budu okkur uppa kaffi og braud og upphofust miklar samraedur. Tau hjon toku eftir tvi ad jon Bjarki var eitthvad ad baxa vid eyrad a ser, vegna eyrnabolgunar. Hvad haldidi ad tau hafi bodid honum til ad laekna hann? Juju, tad sama og vanalega, vodki og aftur vodki, tad er tad eina sem dugar. Vid reyndum ad raeda malin sem reyndist vissulega frekar hart tar sem ad tau skyldu litid i ensku og vid litid i russnseku. En tratt fyrir tungumalaorduleika ta syndum vid teim ferdaleid okkar a kortinu okkar, og tau syndu okkur myndir af fjolskyldu sinni. Lestarferdin tok sinn tima eins og adur sagdi, vid lasum baekur, svafum og virtum fyrir okkur endalausa skoga tjota fram hja. Ferd okkar inn i Siberiu var hafin!
I dag erum vid i Ekaterinburg, staerstu borginni vid Uralfjollin. Heimamenn kalla hana Sverdlovsk, a lestarmidunum stendur Sverdlovsk, en opinberlega heitir hun Ekaterinburg. tad er otrulegt med Russana, teir virdast breyta nofnum a borgum og gotum annsi oft en tratt fyrir opinberlegar breytingar ta breytist fatt. Tess vegna getur verid annsi erfitt fyrir utlending sem er a leid til Ekaterinburg ad gera sig skiljanlegan, vegna tess ad faestir Russar tekkja borgina undir tvi nafni. Tannig er tessu hattad med gotuheiti og ymislegt annad i tessu landi. Timinn er lika atridi sem getur reynst erfitt ad atta sig a tegar madur ferdast tessa leid, stundum er midad vid moskvu tima og stundum er midad vid stadar tima tannig ad tad getur borgad sig ad hafa tad allt a hreinu.
Vardandi tonlistina sem Steintor var ad bidja um ta er Siggi adalega ad hlusta a: Blonde Redhead, Joanna Newsom, Danielson Family og Sigur Ros yfir lestrinum. Jon Bjarki er ad hlusta a Tchaicovsky, Prokofiev og Stravinsky.
A morgun munum vid leita leida til ad komast upp i sveitir Ural fjalla, spilltar storborgir heilla okkur ekki lengur. Fallegar byggingar og merkileg sofn heyra adeins fortidinni til, en i dag er ekkert sem skiptir mali annad en nuid.
Vid kvedjum fra rotum Uralfjalla, gud blessi ykkur oll i lifsins leik.
Jon Bjarki og Sigurdur kvedja.
Skrifað klukkan 07:24 |
***