föstudagur, september 23, 2005
Endar alheimsins.
Vid vorum a leid ut af hostelinu okkar her i Ulaan Baator, Siggi, Jon og Jonny. Planid var ad kikja a ferdaskrifstofu og athuga med einhverskonar ferd til Goby eydimerkurinnar. Jonny opnar hurdina og uti sitja vinalegir strakar, bandarisku tviburarnir Frasier og Andrew. Teir eru ad leita ad ferdafelogum, rett eins og vid. Malid er ad vid hofdum ekki alveg somu hugmyndirnar um ferd, teir vildu nordur i afskekkt fjallatorp en vid vorum ad paela i Goby. En tegar vid hugsudum ut i tad ta attudum vid okkur a tvi ad tad vaeri minnsta malid ad gera hvoru tveggja. Tannig ad stadan er nakvaemlega tessi, 21 dags ferdalag um alla Mongoliu, leigjum jeppa med bilstjora, tulk og adstodarmann, sem mun adstoda okkur alla leidina.
Vid munum leggja af stad a Sunnudag nidur ad Goby, stoppa a leidinni og gista hja Hirdingjum i Gerum (Mongolsk hirdingjatjold). Tad eru engir vegir i tessu landi tannig ad vid ferdumst um a gomlum russneskum jeppa sem virkar vel a tessum slodum. Seinni helming ferdarinnar munum vid turfa ad rida i trja daga til ad komast ad svaedi sem kallast Darkhead Depression i nordur Mongoliu. Tar munum vid hitta folk sem er kallad Tsaatar, tad er mjog einangrad og sem daemi ma nefna ta koma adeins einn ferdalangur tangad a seinasta ari. A morgun verdur svo farid a svarta markadinn og keypt vetrarfot fyrir kuldann i Mongoliu, litlar gjafir til ad gefa folki i sveitunum og sitt litid af hverju sem gott gaeti verid ad hafa med ser i slikri aevintyrafor.
Af okkur er to ymislegt annad ad fretta, hlutir sem hafa nu tegar att ser stad, vid skulum vinda okkur i tad allra helsta. I Irkutsk hittum vid mikid af godu folki. Marvin og Tanya, tyskt par sem hefur ferdast um heiminn i meira en tvo ar, unnid baedi i Astraliu og a Nyja Sjalandi. Glenn, 38 ara breti sem er ad ferdast einn um Russland. Og Jonny audvitad sem aetlar nu med okkur i leidangur um Mongoliu. Vid vildum oll komast ad Baikal vatni, tannig ad vid forum oll saman i litid 1500 manna torp sem kallast Lystvianka. Tar gistum vid i litlu sibersku tre husi, forum i russneskt Banya (einhverskonar gufubad) og atum mikid af reyktum Omul, en Omull er fiskur sem finnst adeins i Baikalvatni.
Taer hetu Galena og Nastya, stelpurnar sem unnu a ferdaskrifstofunni. Taer voru gridarlega hressar og katar russneskar stelpur sem vildu allt fyrir okkur gera. Taer bjuggu i sama husi og vid. Allur hopurinn nadi gridarlega vel saman, vid heldum veislu hvert einasta kvold, spjolludum og fifludumst, tetta voru fullkomnir fjorir dagar. Jon synti ad sjalfsogdu i vatninu, tad a samkvaemt hjatrunni ad gefa honum 25 auka ar. Tad besta vid tennan hop var einfaldlega hvad allir nadu vel saman strax a fyrsta degi, hlutirnir voru bara natturulegir, engin syndarmennska, allt gat gerst og allt gerdist. Fyrirtaekid Sibirska "chocolate girls" vard til, Galena og Nastya fengu einkarett a "dansandi islendingnum", en taer vonast til ad geta notad hugmyndina i ferdageiranum vid vatnid. Tad er kannski erfitt ad utskyra tilfinninguna en til ad utskyra tetta a einhvern hatt ta var tetta, rett folk a rettum tima a rettum stad og med retta vidhorfid, er tad ekki fullkomid?
Lestin til Mongoliu var leidinleg a koflum en to ma segja ad stundum hafi birt til inna milli. Leidindin voru to adallega tau ad turfa ad bida a landamaerunum i einhverja 9 klukkutima, hanga i skitabae og rolta um. To er gaman ad segja fra tvi ad i lestinni hittum vid Enkhbold Tumur sem er raduneytisstjori i domsmalaraduneyti Mongoliu. I fyrstu var hann hress og ljufur politikus en tegar leid a ta vard hann erfidur og drukkinn Mongoli. Hann sagdi okkur to fra tvi ad hann vaeri vinur hans Gudna Agustssonar, hann hitti hann vist i opinberri heimsokn Gudna til Mongoliu a seinasta ari. Hann vildi koma tvi serstaklega a framfaeri vid Gudna sjalfan ad hann hefdi skemmt ser vel med honum, og hann vildi enn og aftur takka fyrir islenska Brennivinid sem Gudni faerdi honum.
I lestinni hittum vid lika nokkra Ira, Flago fra Argentinu og Lisu og Juliu fra Berlin. I klefa okkar attum vid langar samraedur um ymislegt sem tengist ferdalogum a fjarlaegar slodir. Okkur fannst sem vid vaerum komin a enda alheimsins, tad einkennilega var ad fyrir Flago, ta var landid okkar, Island, endi alheimsins. Svona getur tetta nu verid skritid, mismunandi vidhorf folks eftir tvi hvadan tad kemur. Eftir langa bid a landamaerunum logdum vid aftur af stad og allt gekk eins og i sogu. Nuna hofum vid rett einn og halfan solahring til ad undirbua tessa fraegdarfor okkar, vonandi naum vid ad gera allt.
Tad er otrulegt ad hitta folk eina minutuna, og ta naestu ertu buinn ad skipuleggja eitthvad sem hefdi adur fyrr adeins hljomad sem fjarstaedukenndur og bjanalegur draumur. Vid komnir alla leid fra einum enda alheimsins, a leid uti algjora ovissu med folki sem vid hittum fyrir 3 klukkutimum. Tad er hreint ut sagt otrulegt ad vera staddur her i Ulaan Baator tessa stundina. Ad vera staddur i Mongoliu, kominn fra einum enda tessa heims og yfir i hinn.
Komdu nu okkar kaera Mongolia, stigdu med okkur lettan dans, vid erum tilbunir.
Skrifað klukkan 01:13 |
***