sunnudagur, desember 04, 2005
Einn a flakki.
Tetta hofst allt saman fyrir langa longu. Vid raeddum um tad ad i Kina myndum vid splittast, fara i sinn hvora attina. En svo komu hjolin til sogunar og vid hittum frabaera straka tannig ad tad var alls ekki vist ad vid myndum splittast, skipta okkur i tvennt herna i Kina. En tid vitid kannski hvernig tetta er, eg vildi ennta lata reyna a tad ad ferdast einn, upplifa eitthvad annad, gera tad a minn hatt, "do it my way", ef tid skiljid hvad eg meina, eg held tid skiljid mig.
I Datong akvad eg ad ferdast i vestur att, i att a Innri-Mongoliu, reyna ad sja Murinn og ferdast svo sudur, fara tetta einn. Tad var virkilega skritid ad skilja vid strakana, halda i andstaeda att, aleinn i Kina. Eg fadmadi ta alla, Hvaddi Siggann minn og helt af stad. Ferdafelagid Tvisturinn breyttist i tvo asa, i midri Datong borg, annar teirra helt afram med ferdafelaginu "fun boy four" sem het adur "fun boy five" en hinn var bara litill skritinn as i Kina. Breytingar, tad er naudsynlegt ad breyta til. Eg keyri ut ur mengunarskyinu, kolareyknum og drullunni i Datong, eg se glitta i solina i gegnum drullug skyin a medan eg keyri med Modest Mouse a fullu i ipodinum minum, tvilik tilfinning, hvar myndi eg gista tessa nott? Hvada folk myndi eg hitta a leid minni? Allt var eitt stort spurningarmerki.
? A hjolinu minu, var bakpokinn minn, saeng, koddi, matarbox, bensin brusi, olia, verkfaeri og sitt litid af hinu og tessu. Ofan a honum Trygg, ofan a ollu draslinu var einnig lambskrokkur sem eg hafdi keypt i Datong um morguninn. Eg fekk lambaskrokkinn fyrir einhverjar 1500 kronur og hugsadi med mer ad tad gaeti verid afar rausnarlegt af mer ad gefa fjolskyldu hann a leid minni um sveitir Kina. Eg, Gali, Tryggur og Lambi allir saman, ferdumst eftir tjodvegum Kina, alveg snaelduvitlausir og tilbunir ad lenda i aevintryrum.
Til ad koma i veg fyrir misskilning ta er hjolid mitt Tryggur, Gali er litill gulur bangsa-fugl, besti vinur minn tarna a veginum, og Hr. Lambi er augljoslega skrokkurinn godi.Vid ferdumst einhverja 30 km og komumst ta i litla borg, kannski milljon ibuar tar en hallo tetta er Kina, her i Kina vaeri Reykjavik adeins oggulitid torp, svo margt folk, svo stort land. Tad er ordid dimmt, og eg se ekki vegamerkingarnar, er ekki viss hvert eg a ad fara en elti attavitann minn og innsaeid, keyri ut ur tessari borg og aetla mer ad komast til annarrar borgar sem er kannski i 30 km fjarlaegd. Himinnin er heidur, stjornurnar skina og tad er ekki bil ad sja a veginum, eg fer eins hratt og eg kemst, nae kannski 40 km hrada, velin sudandi i eyrum minum og kuldinn gridarlegur.
Eg hugsa til Lamba, hann verdur ad komast i godra manna hendur, med mer a hjolinu mun hann adeins umbreytast i sotsvart kolalamb algjorlega ofaer um ad tjona tilgangi sinum sem er einfaldur og gofugur, ad vera etin. Eg stoppa tessvegna hja litlu husi vid veginn og heimsaeki eina fjolskyldu tar, tau bjoda mer inn, gefa mer heitt vatn ad drekka og kokubita. Eg bendi teim a ordid "gift" i ordabokinni minni og hleyp ut tek Lamba af hjolinu og faeri teim hann, tau vita ekki hvernig a ad bregdast vid en tiggja hann med tokkum og fara med hann inn. Tau benda mer svo a stad tar sem eg get sofid einhverjum 4 km nedar og eg held tangad. 40 kronur nottin, odyrasta gistingin hingad til, liklegast svipadur stadur og helvitid sem strakarnir voru i. Tarna svaf eg a vegahoteli i einu storu rumi, med tveim odrum trukkurum, gat ekki talad stakt ord i Kiversku en eg gaf teim mandarinur og syndi teim myndir af vinum minum fjorum, teir brostu, virtust vera bestu skinn, eg var rolegur.
Tannig lidu dagarnir, eg spyr til vegar og kinverjarnir benda i allar attir, eg tek vitlausar beygjur og held upp og svo aftur nidur, eg virtist ekki aetla ad finna murinn. Eg enda a drullugum malarvegum og fer i gegnum torp sem eru ad hruni komin, eg hitti baendur sem virdast ekki eiga neitt, tarna uti i kuldanum vinna teir en hanskarnir teirra eru gotottir og buxurnar slitnar. Eg a hjolinu minu i nyju hlyju vetrarfotunum minum, eg hlyt ad hafa litid ut eins og keisari i augum teirra. Jon, litli keisarinn. Eftir ad hafa komist upp langa brekku eftir tessum malarvegi, eftir ad hafa turft ad reida trihjolid upp ta komst eg a almennilegan veg og fann leidina ad naesta bae. A trihjoli i tessum baejum, um leid og tu stoppar, safnast 30-40 kinverjar i kringum tig og virda tig fyrir ser, reyna ad tala vid tig en brosa svo tegar teir atta sig a tvi ad tu skilur ekki neitt. Eg hlae med teim, leyfi teim ad skoda mig, og held svo afram eda finn mer stad til ad gista a, tannig lidu dagarnir.
Eg finn murinn a tridja degi, keyri i gegnum fjallasvaedi og kemst yfir til Innri Mongoliu, tad var gaman ad sja glitta i eldgamla parta mursins en teir voru adeins of langt i burtu til ad eg myndi ganga ad teim, eg keyri medfram murnum i dagoda stund en svo hverfur hann aftur a bak vid fjollin. A kortinu se eg ad tad aetti ad vera mogulegt ad sja murinn a leid minni sudur, eg vonast til tess ad teir hlutar mursins seu heillegri en tessi. A fimmta degi ferdalags mins keyri eg allan morgunin i gridarlegum kulda, eg sa parta mursins ta en teir voru eins og adur, adeins litil gomul brot, mestur hluti hans var horfinn. Eg rokraedi vid sjalfan mig allan daginn a hjolinu, mer leidist hjolid, fer allt of haegt yfir og eg se ekki neinn tilgang i tvi ad halda afram a tvi. Eg vildi halda afram vegna tess ad eg hafdi aetlad mer ad fara miklu lengra a tvi, en tar sem eg sa ekki tilganginn i tvi ad halda afram til tess eins ad halda afram ta stoppadi eg i einu torpinu og lagdi hjolinu. Eg stokk i naestu sjoppu, keypti mer nudlusnakk og hugsadi minn gang, nu var kominn timi a alvoru akvordun.
Med fullan maga og ta hugmynd i kollinum ad fara ut ur tessu torpi i rutu, tok eg upp ordabokina mina og benti a ordid "sell", umkringdur af 40 forvitnum kinverjum reyni eg ad halda uppbod. Ekkert gengur, enginn vill kaupa enda kannski ekki mikla peninga ad hafa i tessu drulluga idnadartorpi. I tvo tima reyni eg, eg laekka verdid nidur i 1000 yuan en allt kemur fyrir ekki, enginn vill kaupa. Tarna er einn litill og feitur kall sem bydur mer i sifellu 500 yuan fyrir hjolid, hann hlaer og gerir grin, mer leidist hann, mer likar ekki vel vid hann og hans hlatur.
Eg pakka saman dotinu minu, tek tad sem eg tarf og spyr einn mann til vegar, hvada rutu eg skuli taka ut ur torpinu. hann er hjalpsamur og godur, mer likar vel vid hann, hann a skilid eitthvad gott fra mer, eg tek lyklana af hjolinu ur vasa minum og retti honum, bendi a ordid "gift" i ordabokinn minni og gef honum Trygg minn. Hann brosir sinu skaerasta, gefur mer simanumer sitt, eg a godan vin einhversstadar i Innri Mongoliu. Eg hjalpa honum ad taka hjolid og hann keyrir a tvi i burtu, aftan a hjolinu er aletrad med kinverskum taknum "a leid til Islands", hann hverfur inn i mengunarskyid. Tvinaest tek eg dotid mitt og held ad hinum enda gotunnar, tek upp munnhorpuna mina og byrja ad spila. Eg se ad 50 manna hopurinn stendur ennta stjarfur hinum megin gotunnar, hvad var tessi madur eiginlega ad gera? Kemur inn i baeinn a hjoli gefur tad og spilar svo bara a munnhorpu. A innan vid minutu tyrpast allir ad mer a ny, gefa mer tumalinn upp og hlaeja. Mer leid mun betur med ad gefa tessum manni hjolid mitt heldur en ad selja hinum tad, mer leid virkilega vel. Eg stekk svo i naestu rutu, kved hopinn og held i naestu borg, Hohhot, hofudborg Innri Mongoliu.
Tadan hafdi eg aetlad mer ad fara til X'ian en eg tok svo ta akvordun ad halda aftur til Peking, segja hallo vid vini mina tar, skoda murinn og halda tvinaest i sudur att. Tad var svo gaman ad koma aftur til Peking, naerri tvi eins og ad koma heim. Her hef eg hitt Mariku, Soren og John en tau voru oll herna a hostelinu adur. Hef gengid um hutongid/hverfid sem eg by i, og heilsad upp a folkid, sagt teim soguna af hjolinu og hvar tad er, Peking er alltaf god. Eg held svo sudur fyrr en seinna, i meiri hita, betra loftslag, hitti vonandi strakana um jolin og vid holdum heilog fridar jol i sameiningu. Tad eru spennandi timar framundan, adventan er hafin, eg hef gefid eitt lamb og annad trihjol, mer lidur vel. Eg er ekki fra tvi ad andi jolanna svifi yfir votnum um verold alla, bradum koma blessud jolin, ja tau eru ad koma.
Ad lokum.
Eg nadi ekki markmidi minu, tad maetti segja ad tetta vaeri "mission failed". En hey hverjum er ekki sama? Tad eina sem skiptir mali tegar ollu er a botninn hvolft er ad eg gerdi tad "my way". Ja vitidi eg held tad barasta.....
Skrifað klukkan 03:02 |
***