canEdit = new Array();


föstudagur, mars 31, 2006

Til hamingju Island!

Tessi dagur er gledilegur. Tessi dagur er virkilega gledilegur. Tann 31. mars, arid 1984 faeddist nefnilega madur sem er okkur kaer, hann er okkur eiginlega bara virkilega, virkilega kaer. Tessi vinur hefur kryddad lif okkar beggja svo mikid med furdulegum uppakomum i gegnum tidina ad stundum getur verid erfitt fyrir okkur ad koma ordum ad tvi.

Svo koma stundir tar sem vid munum eftir einu atviki og svo odru og vid segjum ferdafelogum okkar sogur af manninum med gullhjartad, manninum sem byr i klamkjallaranum, vid segjum teim fra Stoney Poney og nu er svo komid ad Thorinn okkar a addaendur allsstadar ad, enda ekki haegt annad en ad elska FrankTankinn.

Vid viljum oska ter Steini okkar innilega til hamingju med daginn, og i kvold forum vid oll saman, vinirnir fra einmanna strondinni a finan veitingastad og skalum fyrir ter, meistaranum okkar.

En tad eru fleiri sem eiga hamingjuoskir skilid. tad er audvitad laxmadurinn hann Arnor Eli sem vard eins ars i seinustu viku. Til hamingju minn kaeri fraendi. A morgun, tann 1. april verdur svo hann Trausti brodir 10 ara gamall, timinn lidur og minn litli brodir staekkar og troskast. Eg vona innilega ad afmaelisdagurinn tinn verdi ter gledirikur og ad ter gangi vel ad fella keilurnar i keiluhollinni a afmaelisdaginn.

Ad lokum oskar Siggi Telmu systur innilega til hamingju med ferminguna.


Skrifað klukkan 04:07 |

***



fimmtudagur, mars 30, 2006

Trumur og eldingar.

Fyrir tremur dogum heldum vid strakarnir i stuttan leidangur uta eydieyju sudur af Taelandi. Med okkur i for voru atta vinir fra Kanada, Englandi, Astraliu og Tyskalandi. Vid fengum fiskimann, fisherman, eins og enskumaelandi bretarnir segja svo skemmtilega, til ad taka okkur i burtu fra spilltum turistunum og senda okkur a eyju tar sem enginn vaeri nema ta snakar, kongulaer og fiskar sem bita i taernar a 23 ara bretum.

Vid komum a eyjuna rett fyrir solsetur, sofnudum eldividi og settum upp balkost. Sidan grilludum vid kartoflurnar okkar og kjuklinginn sem vid hofdum keypt i landi. Balkosturinn var vel uppsettur og fallegt var ad horfa a eldinn teygja anga sina i att ad himninum tar sem ad vid saum glitta i mikilfenglegar eldingarnar, dansandi a tignarlegan hatt. tarna satum vid oll saman fram eftir nottu og spjolludum, hlustudum a musik ur geislaspilurum okkar og sumir syntu i sjonum undir skinandi stjornunum.

Eins og venjulega enda godar naetur alltaf a godum svefni, og tessa ogleymanlegu nottu svafum vid oll a strondinni. Sjorinn teygdi sig naer og naer en nadi to aldrei nogu langt, loks kom timi a ad solin myndi risa, og tad gerdi hun eins og alla adra daga, tofrandi geislarnir voktu okkur upp og vid stukkum i sjoinn. Dagurinn leid og vid sloppudum af a strondinni okkar, alein a okkar eigin eydieyju sem vid kusum ad kalla Hasselhoff.


Skrifað klukkan 23:52 |

***



föstudagur, mars 24, 2006

Tangad liggur straumurinn, tetta er astralski draumurinn.

Tetta bref skrifadi eg upphaflega til fjolskyldu minnar, nuna vildi eg skella tvi a bloggid og leyfa folki ad vita hvad se framundan hja Tvistinum margromada.

Vid hofum verid ad hugsa tad i sma tima hvad se naesta skref, okkur langar ad klara hringinn sem vid hofum hugsad okkur ad fara en til tess ad tad takist vantar okkur meiri pening. Tessvegna hofum vid akvedid ad skella okkur til Astraliu og reyna ad finna okkur vinnu tar, I melbourne eda Perth, tar aetti ad vera mogulegt ad naela ser i einhvern pening. Tad verdur lika gott ad komast i vestraent land tar sem hlutirnir ganga svipad fyrir sig og heima, setjast ad a einum stad og ferdast ekki i einhvern tima, vid erum spenntir fyrir Astraliunni og forum liklegast tangad i Mai.

Nuna er eg takklatur fyrir tad ad vid skildum ekki hafa keypt farmida fyrir fram og skipulagt allt ferdalagid fra toppi til taar, vegna tess ad nu hofum vid frelsid til ad taka slikar akvardanir. Tetta er leidin til ad ferdast, lata hlutina radast, taka beygjur, halda svo afram.

Vid tekkjum nokkra astrala i Sydney og Melbourne og tau hafa sagt okkur ad tad aetti ad vera audvelt fyrir okkur ad finna vinnu tar, a veitingastad eda i byggingarvinnu, bara tad sem bydst og tad sem borgar best. Vid hofum lika hitt nokkra a ferdinni sem hafa annadhvort unnid i Astraliu eda ta ad teir eru a leid sinni tangad. Samkvaemt tvi sem vid hofum heyrt ta aetti ad vera mogulegt ad safna peningum tar. Hann Silvei fra Kanada sagdi okkur fra gullnamum i Perth tar sem vid gaetum safnad fulgum af peningum, og tangad fylgjum vid straumnum, i leit ad astralska draumnum.

Bid ad heilsa, kaer kvedja, Jon Bjarki.


Skrifað klukkan 01:08 |

***



þriðjudagur, mars 14, 2006

Laos drepid i byrjun

Eftir ad hafa verid nuna i heila 6 daga i Laos ad ta eru eg og Jona a leid til Bangkok Taeland. Tad voru mikil plon framundan tar sem vid aetludum okkur ad byggja fleka ur bambus og halda a honum nidur Mekong anna.

Tvi midur ad ta eru tau plon ur sogunni vegna ofyrirsjanlegra astaedna. En a adeins tridja degi her i Laos ad ta for eg ad finna fyrir verk i einni af minum 26 tonnum. I byrjun var tad ekkert svo slaemt en a fimmta degi ad ta for eg ad fa hita og slappleika og turfti eg tvi ad liggja fyrir.

Foreldrar okkar sidustu vikuna tau Alex og Teresa gafu mer syklalyf tar sem tau toldu ad tad vaeri sykingi i rotinni og tvi vaeri eg med tennan hita. Tad er alveg otrulegt hversu hraeddur madur verdur tegar madur er staddur i landi herna i Sud-Austur Asiu med einhvern sma hita, a timabili ta var eg farin ad halda ad eg vaeri med malariu eda Dengi veikina tvi eins og mer leid ad ta hefdi eg getad verid med tessar badar veikir.

Heilbrigdiskerfid her i Laos er sagt vera tad lelegasta i Sud-Austur Asiu og eins og Lonely Planet segir og allir her I Laos "ef tu verdur veikur, fardu beint til Bangkok og lattu lita a tig". Eg akvad nu samt ad gefa Laos sma sens og skellti mer a spitalann her i morgun til ad lata tjekka a mer og tonninni minni.

Tessi spitali var nu kannski ekki sa verst utlitandi en folkid sem vann tarna leit ut eins og tad vissi ekkert i sinn haus. Um leid og eg geng inn kemur ung hjukrunarkona upp ad mer og spyr mig hvad hun geti gert fyrir mig og eg segi henni ad eg turfi ensku maelandi tannlaekni til ad lyta a mig.

Eftir um 30 min. bid ad ta kemur onnur ung hjukka og bidur mig um ad koma med ser inn i herbergi, hun brosir ljuflega til min og bidur mig um ad setjast nidur, eg geri eins og mer er sagt. Tad fyrsta sem hun gerir er ad tjekka blodtrystinginn minn, pulsinn, tyngdina mina og hversu har eg er. Eg verd ad segja ad a tessum timapunkti ad ta byrjadi eg ad hlaegja og hugsadi med mer ad tetta a eftir ad verda skrautlegt.

Tegar hun hefur lokid ollum sinum skildum ad ta leidir hun mig ut ur byggingunni bakdyramegin og fer med mig ad tveimur hurdum sem eru i bakgardi spitalans "her er svo tannlaeknirinn segir hun og bendir a adra hurdina" eg geng inn og maeti tar konu einni sem er ad gera sig tilbuin fyrir mig hun bendir mer ad setjast nidur i tennan gamla tannlaeknarstol og byrjar svo ad skoda mig.

Eg bendi henni a tonnina sem er ad angra mig, en i stadin fyrir ad skoda hana ad ta byrjar hun ad dast ad vir sem er aftan a nedri framtonnunum minum sidan eg var med spangir og reynir hun svo ad taka hann ur og neidist eg til ad gripa um hendina a henni og stoppa hana. Ta loksins talar hun og tad a Laoisma, hun taladi enga ensku. A sama timabili ta kemur inn onnur kona og taladi hun ensku. Hun sest hja mer og byrjar ad skoda mig og spyr ut i tonnina og svoleidis og gerir sama og hin og byrjar ad dast ad tessum vir sem er tarna a nedri framtonnunum minum, tarna hugsadi eg med mer ad eg yrdi ad komast i burtu, taer hafa ekki hugmynd um hvad se ad mer.

Eftir ad seinni konan er buinn ad skoda mig ad ta spyr hun mig hvort hun eigi ekki bara ad taka tonnina ur og eg segi nei vid hana og ta litur hun a mig og segir en er ter ekki illt, ju segi eg og spyr hana hvort tad se einhver skemmd og hun segir nei tu ert med fullkomnar tennur. Ta spyr eg hana aftur "afhverju viltu ta taka ur mer tonnina" og hun segir mer ta ad tad geri tau ef folk kvartar yfir tannverki. Tvi akvad eg ad enda tetta og segi henni ad tetta se allt i lagi ad tetta se ekkert tad mikid mal og borga eg henni mina 5 $ og geng ut.

Eg akvad tvi ad hafa samband heim til Islands og sja hvad laeknir heima myndi segja og komst eg ad tvi ad eg gaeti verid med tannrotarbolgu og eg turfi ad komast til tannlaeknis sem kann til verka og tvi er litid annad haegt gera en ad flyja land og halda til Bangkok, mekka tannlaekna i Asiu, og lata gera vid tetta tar.

Tvi munu eg og Jon halda til Taelands a morgun og munum vid verda komnir tangad naesta dag og tar mun eg svo fara undir hnifinn og vona tad besta og svo munum vid bara lengja dvol okkar i Thailandi og bida med flekann i Laos tangad til seinna.

Allavega ad ta eru komnar nokkrar myndir inn fra kennslunni i Kabodia.

Kvedja Siggi





Skrifað klukkan 03:34 |

***



laugardagur, mars 11, 2006

Lifandi tankagangurinn.....

Ef vid paelum i sumum hlutum, ta attum vid okkur stundum a tvi hversu merkilegir tessir hlutir, stadreyndir eda hugmyndir eru. Tad tekur okkur oft tima a tvi ad atta okkur a tvi sem er serstaekast, mest virdi, vid hugsum ekki ut i tad fyrr en seint og sidan meir. I huga minum er eg ad leita aftur i timann, eg kafa djupt aftur ad byrjun tessarar ferdar.

Ta, hafdi eg hugsad odruvisi um vin minn hann Sigga, eg var alls ekki viss hvort ad vid gaetum ferdast saman i svo langan tima. Tad var bara eitthvad vid ta hugsun ad vera alltaf med sama vininum, alltaf med sama manninum i hundrudi daga, eg var alls ekki viss. En nu tegar eg hugsa aftur, tegar eg leita ad einhverju sem hefur gerst a ferd okkar, reyni ad finna eitthvad sem hefur gert hlutina flokna og leidinlega a milli okkar, tegar eg leita ta finn eg ekki neitt, ekki eitt einasta rifrildi, engin leidindi.

Reyndar finn eg eitt rifrildi, en tad var ekki langlift. Vid gengum bara sitthvorum megin vid gotuna og toludum ekki saman i nokkrar minutur, vid fottudum sidan badir hversu kjanalegir vid vaerum, eins og litlir krakkar i fylu. Vid haettum kjanaskapnum og toludum saman en sogdum ekki eitt einasta ord um fyluna, rifrildid, tad var of heimskulegt. Nuna veit eg ad eg get ferdast med Sigga, eins lengi og vid badir viljum, og tad viljum vid badir.

Matur.

Herna i sud austur asiu hofum vid bordad ogrynni af mat, allskonar mat. Hrisgrjon eru undirstadan i sveitum tannig ad tegar vid holdum til hja monnum eins og Hr. Chum ta bordum vid mestmegnis hrisgrjon med graenmetistaetlum uta. Vid hofum bordad frosk, poddur, Siggi at einn kakkalakka og vid aetlum ad reyna ad eta kongulaer. Vid aetludum ad borda krokodil i Siem Reap en hann var uppseldur. Svo hofum vid audvitad sokkid okkur i vestraenan mat tegar okkur gefst kostur a tvi, hamborgarar, pizzur, lasagna, tad bregst aldrei og vid kunnum svo sannarlega ad meta vestraena matinn okkar tegar vid faum hann.

Nuna sit eg a internetkaffi i bae sem kallast Pakse, baer sem er i sudur Laos. I kvold forum vid med naeturrutu til Vientiane, hofudborgar tessa lands. Med okkur er austurriskt par, en tau hafa verid eins og foreldrar okkar seinustu daga vegna tess ad vid hofum engan pening og hofum engan banka fundid, i Vientiane komumst vid aftur i pening. Eg er ad hlusta a geisladisk i nyja geislaspilaranum minum, ljufur tonarnir roa mig nidur og allt er her, allt er svo lifandi, tetta er svo sannarlega mitt lif.

Svo hef eg verid ad hugsa ohemju mikid um astina, hversu mikid mer langar ad elska.
Og einhvernveginn tokst mer ad verda astfanginn, ekki einu sinni, heldur tvisvar og a sama tima. Her sit eg og hugsa um tad hvernig i oskopunum eg geti verid astfanginn, af teim badum.

Cest la vie.


Skrifað klukkan 02:25 |

***



sunnudagur, mars 05, 2006

Heima er best.

Vid gerdum eins og leidbeiningarnar sogdu. Tokum motorhjol ad Psar Dang Kor markadnum og tokum svo rutu tadan til Ank Tasaom. Tadan forum vid med motorhjolabilstjorum i litla torpid okkar sem kallast Taso. Tar tok hann a moti okkur, sa litli og granni, madurinn med staurfotinn, monsieur Chum. Vid vissum ekki mikid um tennan stad eda hvad vid vaerum ad fara ad gera en okkur vard fljott ljost ad vid vorum ekki staddir a munadarleysingjahaeli.

Educational Teaching Organization, eda E.T.O. kallast samtokin sem herra Chum stofnadi fyrir trem arum. Chum heldur utan um enskukennslu i sveitinni fyrir fataek born sem hafa ekki efni a tvi ad borga skolagjold. Bakpokaferdlangar koma tar vid og kenna ensku i mislangan tima. Teir kenna Kambodiskum kennurum, bornum og munkum og allir eru gridarlega takklatir og anaegdir med adstod tessa folks sem kemur allsstadar ad ur heiminum.

Fyrsta kvoldid i tessu litla sveitatorpi satum vid fyrir utan fataeklegt timburhusid, vistarverur okkar, og raeddum vid Chum. Hann sagdi okkur aevisogu sina, i half tima taladi hann stanslaust an tess ad stoppa, hann sagdi okkur fra jardsprengunni sem sprengdi fotinn hans af og vid hlustudum.

Lif hans hefur verid erfitt, fadir hans og brodir voru drepnir af raudu Khmerunum. Tegar hann vard eldri var hann dreginn a vigvollinn gegn eigin vilja og latinn berjast vid Khmerana vid landamaeri Thailands, tar var hann i fimm ar og tar missti hann fotinn. Tegar hann kom til baka ta tekkti modir hans hann ekki, hun nadi tvi to ad lokum ad tetta vaeri tyndi sonurinn, kominn aftur heim eftir allan tennan tima, a lifi.

Hann eyddi dogunum a hrisgrjonaokrunum og laerdi ensku allar naetur. Tegar enskukunnattan var ordin nogu god helt hann til hofudborgarinnar, Phnom Penh og gerdist cyclo bilstjori (litil trihjol sem teysa um goturnar i Phnom Penh). Tar eyddi hann sex arum og safnadi pening, hann nadi ad safna 350 dollurum allan tann tima sem hann var i Phnom Penh. Eftir tad for hann aftur heim i torpid og stofnadi E.T.O. og byrjadi ad kenna. Herra Chum er hetjan i tessu torpi.

Vid eyddum 5 dogum i tessu torpi og kenndum ensku. Jon kenndi kennurunum, Siggi kenndi bornunum, vid vorum kalladir kennarar og okkur leid eins og alvoru monnum a ny, Irchum eins og i Mongoliu. Svo kom ad tvi, vid vorum sendir til munkanna, i klaustur skildum vid fara og kenna tessum blessudu buddistum eitt og annad. Teir voru ferskir, munkarnir, vildu laera og vid skemmtum okkur konunglega i teirra felagsskap. Svo vel ad vid akvadum ad eida seinustu nottinni i klaustri.

I klaustrinu, raeddum vid vid meistarann, skodudum okkur um, og bodudum okkur uppur storu keri med munkavinunum. Teir hlogu mikid og voru gladir ad hafa okkur tarna, vid vorum lika anaegdir og sattir med ad fa ad eida meiri tima med teim. Vid sungum flugufrelsarann fyrir ta og teir sungu Khmer lag fyrir okkur, tar sem teir badu tess ad vid yrdum hundrad ara. Fallegt kvold i litlu klaustri i sudur Kambodiu, snemma um morguninn heldum vid aftur til Phnom Penh.

I tridja skiptid erum vid komnir aftur til okkar heima herna i Phnom Penh, number 9 guesthouse. Tvi midur verdur tetta tad sidasta, tvi eins og segir einhversstadar, allt er tegar trennt er.


Skrifað klukkan 01:35 |

***


JÖRFI
Einar
Haffi
Jón Brynjar
Raggi
Steinþór
Valli

FERÐASÍÐUR
Lonely planet
Bakpokinn
Kirkjan

MYNDIR
Pictures

OKKAR BLOGG
Jón Bjarki
Siggi

FORTÍÐIN
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006