sunnudagur, mars 05, 2006
Heima er best.
Vid gerdum eins og leidbeiningarnar sogdu. Tokum motorhjol ad Psar Dang Kor markadnum og tokum svo rutu tadan til Ank Tasaom. Tadan forum vid med motorhjolabilstjorum i litla torpid okkar sem kallast Taso. Tar tok hann a moti okkur, sa litli og granni, madurinn med staurfotinn, monsieur Chum. Vid vissum ekki mikid um tennan stad eda hvad vid vaerum ad fara ad gera en okkur vard fljott ljost ad vid vorum ekki staddir a munadarleysingjahaeli.
Educational Teaching Organization, eda E.T.O. kallast samtokin sem herra Chum stofnadi fyrir trem arum. Chum heldur utan um enskukennslu i sveitinni fyrir fataek born sem hafa ekki efni a tvi ad borga skolagjold. Bakpokaferdlangar koma tar vid og kenna ensku i mislangan tima. Teir kenna Kambodiskum kennurum, bornum og munkum og allir eru gridarlega takklatir og anaegdir med adstod tessa folks sem kemur allsstadar ad ur heiminum.
Fyrsta kvoldid i tessu litla sveitatorpi satum vid fyrir utan fataeklegt timburhusid, vistarverur okkar, og raeddum vid Chum. Hann sagdi okkur aevisogu sina, i half tima taladi hann stanslaust an tess ad stoppa, hann sagdi okkur fra jardsprengunni sem sprengdi fotinn hans af og vid hlustudum.
Lif hans hefur verid erfitt, fadir hans og brodir voru drepnir af raudu Khmerunum. Tegar hann vard eldri var hann dreginn a vigvollinn gegn eigin vilja og latinn berjast vid Khmerana vid landamaeri Thailands, tar var hann i fimm ar og tar missti hann fotinn. Tegar hann kom til baka ta tekkti modir hans hann ekki, hun nadi tvi to ad lokum ad tetta vaeri tyndi sonurinn, kominn aftur heim eftir allan tennan tima, a lifi.
Hann eyddi dogunum a hrisgrjonaokrunum og laerdi ensku allar naetur. Tegar enskukunnattan var ordin nogu god helt hann til hofudborgarinnar, Phnom Penh og gerdist cyclo bilstjori (litil trihjol sem teysa um goturnar i Phnom Penh). Tar eyddi hann sex arum og safnadi pening, hann nadi ad safna 350 dollurum allan tann tima sem hann var i Phnom Penh. Eftir tad for hann aftur heim i torpid og stofnadi E.T.O. og byrjadi ad kenna. Herra Chum er hetjan i tessu torpi.
Vid eyddum 5 dogum i tessu torpi og kenndum ensku. Jon kenndi kennurunum, Siggi kenndi bornunum, vid vorum kalladir kennarar og okkur leid eins og alvoru monnum a ny, Irchum eins og i Mongoliu. Svo kom ad tvi, vid vorum sendir til munkanna, i klaustur skildum vid fara og kenna tessum blessudu buddistum eitt og annad. Teir voru ferskir, munkarnir, vildu laera og vid skemmtum okkur konunglega i teirra felagsskap. Svo vel ad vid akvadum ad eida seinustu nottinni i klaustri.
I klaustrinu, raeddum vid vid meistarann, skodudum okkur um, og bodudum okkur uppur storu keri med munkavinunum. Teir hlogu mikid og voru gladir ad hafa okkur tarna, vid vorum lika anaegdir og sattir med ad fa ad eida meiri tima med teim. Vid sungum flugufrelsarann fyrir ta og teir sungu Khmer lag fyrir okkur, tar sem teir badu tess ad vid yrdum hundrad ara. Fallegt kvold i litlu klaustri i sudur Kambodiu, snemma um morguninn heldum vid aftur til Phnom Penh.
I tridja skiptid erum vid komnir aftur til okkar heima herna i Phnom Penh, number 9 guesthouse. Tvi midur verdur tetta tad sidasta, tvi eins og segir einhversstadar, allt er tegar trennt er.
Skrifað klukkan 01:35 |
***